Home Fréttir Í fréttum Foss Fasteignafélag hagnast um 94 milljónir

Foss Fasteignafélag hagnast um 94 milljónir

102
0
Birgir Ísl. Gunnarsson

Foss Fasteignafélag á og rekur húsið að Bæjarhálsi 1. Eignin er metin er á 5,2 milljarða í ársreikningi.

Foss Fasteignafélag slhf., sem á og rekur fasteignir að Bæjarhálsi 1, hafði 208 milljónir í húsaleigutekjur í fyrra. Það voru einu tekjurnar af reglulegri starfsemi félagsins, sem var stofnað árið 2013. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður Foss Fasteignafélags nam 12 milljónum og vaxtagjöld 207 milljónum. Sjóðstreymi félagsins var neikvætt um 600 þúsund krónur. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2014.

<>

Árið 2013 keypti Foss Fasteignafélag höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 á 5,1 milljarð króna og er það helsta eign félagsins. Í ársreikningnum er eignin metin á 5,2 milljarða króna og nemur matsbreyting eignarinnar 106 milljónum milli ára. Félagið er aðallega í eigu nokkurra lífeyrissjóða auk þess sem Straumur fasteignabanki á 16,5% í félaginu.

Heimild: Vb.is