Home Fréttir Í fréttum Úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ árið 2015

Úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ árið 2015

364
0
Breiðabliksvöllur

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 17. apríl síðastliðinn úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ.  Þetta í áttunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012.

<>

Alls var úthlutað til 19 verkefna, samtals 82 milljónum króna en 21 umsókn barst.  Í samræmi við reglugerð um sjóðinn njóta forgangs þær umsóknir sem miða að því að uppfylla kröfur vegna leyfiskerfis KSÍ.

Sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.

Úthlutanir úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2015:

Umsókn Verkefni Styrkveiting
Álftanes Gervigrasvöllur 7.500.000
Breiðablik Kaup á miðasöluhúsi 1.000.000
Einherji Framkvæmdir við vallarhús 3.000.000
FH Bygging Dvergsins – knatthús 10.000.000
FH Bygging Fullstór – knatthús í fullri stærð 15.000.000
Fjarðabyggð Bygging áhorfendastöðu 7.000.000
Fram Framkvæmdir í Úlfarsárdal 4.000.000
Haukar Nýtt gervigras á aðalvelli 5.000.000
Hvöt Vallarhús 1.000.000
ÍBV Bygging fjölmiðlaaðstöðu á Hásteinsvelli 1.000.000
Keflavík Ljósleiðari við Knattspyrnuvöll Keflavíkur 500.000
Kormákur Girðing í kringum völl 500.000
Leiknir R. Framkvæmdir við völl 8.000.0008.000.000
Leiknir F. Framkvæmdir við völl 1.500.000
Njarðvík Ný varamannaskýli 500.000
Sindri Framkvæmdir við völl 1.000.000
Stjarnan Framkvæmdir við völl 5.000.000
Tindastóll Yfirbyggður gervigrasvöllur 10.000.000
Víkingur Ný varamannaskýli 500.000