Home Fréttir Í fréttum Stjórnendur og iðnaðarmenn með minni kaupmátt en fyrir hrun

Stjórnendur og iðnaðarmenn með minni kaupmátt en fyrir hrun

88
0
VÍSIR/VILHELM

Laun stjórnenda og iðnaðarmanna eiga lengst í land að ná kaupmætti áranna fyrir hrun samkvæmt Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans. Kaupmáttur launa stjórnenda var í lok síðasta árs9,8% lægri en þegar hann var mestur fyrir hrun og kaupmáttur launa iðnaðarmanna 5,9% lægri en þegar hann var mestur á árunum fyrir hrun. Kaupmáttur launa sérfræðinga er einnig lægri, sem nemur 1,7% og kaupmáttur launa tækni- og sérmenntaðs starfsfólks hefur nánast staðið í stað.
Hins vegar hefur kaupmáttur launa annarra stétta aukist frá því fyrir hrun. Kaupmáttur launa skrifstofufólks er 6,5% meiri en fyrir hrun. Þjónustu-, sölu og afgreiðslufólk hefur að meðaltali 5,3% meiri kaupmátt af sínum launum og kaupmáttur launa verkafólks er á 3,7% meiri. Að meðaltali hefur kaupmáttur launa náð því stigi sem það var fyrir hrun.
Í Hagsjánni er varað við launahækkunum um tugi prósenta líkt og kröfur verkalýðsfélaga í komandi kjarasamningum kveða á um. Til skemmri tíma muni það auka kaupmátt. Til lengi tíma ráðist laun hins vegar af framleiðni starfsfólks og því muni verðbólgan éta launahækkanirnar umfram framleiðniaukningu upp og gott betur. Kaupmáttur launa verði á endanum minni en fyrir launahækkanirnar.

<>

Heimild: Vísir.is