Home Í fréttum Niðurstöður útboða Eitt tilboð barst í viðbyggingu á Kirkjugerði

Eitt tilboð barst í viðbyggingu á Kirkjugerði

228
0
Til stendur að stækka leikskólann Kirkjugerði. Ljósmynd/TMS.

Í gær voru opnuð tilboð í viðbyggingu á Dalhrauni 1, en um er að ræða leikskólann Kirkjugerði. Einungis eitt tilboð barst Vestmannaeyjabæ í verkið.

<>

Tilboðið kom frá Húsatækni ehf. og hljóðaði það upp á kr. 49.923.989,-

Kostnaðaráætlun hönnuða var uppá 49.884.700 kr.

Framkvæmda- og hafnarráð samþykkti að fela framkvæmdastjóra að ganga til samninga við bjóðanda á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs, segir í fundargerð ráðsins.

Heimild: Eyjar.net