Home Fréttir Í fréttum Ný viðbygging Menntaskólans á Tröllaskaga tekin í notkun

Ný viðbygging Menntaskólans á Tröllaskaga tekin í notkun

369
0
Mynd: Siglfirðingur.is

Vígsla nýrrar viðbyggingar Menntaskólans á Tröllaskaga fer fram 25. ágúst 2017 kl. 16.00.

<>

Menntaskólinn á Tröllaskaga tók til starfa haustið 2010 í skólahúsi byggðu 1969, sem áður hýsti Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar. Frá stofnun skólans hefur vantað aðstöðu fyrir nemendur, bæði mötuneyti og félagsaðstöðu. Með viðbyggingunni er leyst úr þessum vanda en hún hýsir móttökueldhús, matsal, félagsaðstöðu fyrir nemendur og geymslu. Hönnuðir viðbyggingarinnar eru AVH Arkitektúr – Verkfræði – Hönnun ehf. og aðalverktaki er BB-byggingar ehf.

Dagskrá er eftirfarandi:
1.Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar býður gesti velkomna.
2.Ávarp: Steinunn María Sveinsdóttir formaður bæjarráðs.
3.Ávarp: Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga.
4.Ávarp: Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra.
5.Formleg opnun nýbyggingar: Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra og Kristinn G. Jóhannsson listmálari og fyrrverandi skólastjóri Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar.

Heimild: Siglfirdingur.is