Home Fréttir Í fréttum Vill heim­ila eign­ar­nám við flug­völl­inn í Reykjavík

Vill heim­ila eign­ar­nám við flug­völl­inn í Reykjavík

309
0

Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur lagt fram frum­varp um að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur skuli starf­rækt­ur í Vatns­mýri í Reykja­vík. Þá verði ráðherra veitt heim­ild til að taka eign­ar­námi land sem nauðsyn­legt sé til að fram­kvæma lög­in.

<>

Skjal sem sýn­ir þetta birt­ist á vef Alþing­is síðdeg­is í dag.

Seg­ir í frum­varp­inu að á vell­in­um skuli enn frem­ur vera þrjár mal­bikaðar flug­braut­ir, auk aðstöðu fyr­ir farþega í inn­an­lands­flugi og einka- og kennsluflug.

Þá eiga lög­in að ganga fram­ar ákvæðum al­mennra laga, svo sem skipu­lagslaga og loft­ferðalaga, að því er seg­ir í 3. grein frum­varps­ins.

Af­drif frum­varps­ins óljós

Í grein­ar­gerð er til­gang­ur frum­varps­ins sagður vera að festa Reykja­vík­ur­flug­völl í sessi, „í því horfi sem hann hef­ur um ára­bil verið í Vatns­mýri í Reykja­vík þar til Alþingi ákveður annað.“

Flug­völl­ur­inn gegni lyk­il­hlut­verki sem miðstöð inn­an­lands­flugs og hafi veru­lega þýðingu fyr­ir sam­göngu­ör­yggi lands­manna. Þá sé hann afar mik­il­væg­ur fyr­ir sjúkra­flug með sjúk­linga af lands­byggðinni á Land­spít­al­ann.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son for­sæt­is­ráðherra lagði fyrr í dag fram til­lögu að þings­álykt­un þess efn­is að fund­um þings­ins verði frestað frá 13. októ­ber, eða síðar ef nauðsyn krefði.

Af­drif þessa frum­varps sem, eins og laga­frum­vörp yf­ir­leitt, á eft­ir að ganga í gegn­um þrjár umræður, nefndarálit og breyt­inga­til­lög­ur, eru því óljós.

Heimild: Mbl.is