Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Góður framgangur er við byggingu á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

Góður framgangur er við byggingu á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

77
0
Mynd: NLSH.is

Góður framgangur er við byggingu á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og er steypuvinnu á plötu, veggjum og súlum þriðju hæðar lokið að hluta og hafist handa við að slá undir plötu fjórðu hæðar næst núverandi byggingu.

Fljótlega hefst svo niðurrif á síðustu brjóstvörn núverandi húsnæðis þar sem nýbygging tengist við það.

„Uppgröftur og fleygun vegna spennustöðvar og tengigangs milli Heilbrigðisvísindasviðs og rannsóknahúss er lokið. Þá hefur verið mikið um fyllingarvinnu við austur- og norðurhlið hússins.

Á næstu vikum mun uppbygging ásamt lagna- og raflagnavinna á húsi Heilbrigðisvísindasviðs halda áfram. Einnig mun uppbygging hefjast á spennustöð og tengigangi sem kemur við norðvestur hlið hússins, “segir Jóhann Gunnar Ragnarsson verkefnastjóri hjá NLSH.

Heimild: NLSH.is