Home Fréttir Í fréttum „Byggingaiðnaðurinn er að rétta sig vel við eftir efnahagshrunið“

„Byggingaiðnaðurinn er að rétta sig vel við eftir efnahagshrunið“

221
0
Nýja yleiningarverksmiðjan á Flúðum.

Límtré Vírnet er íslenskt iðnfyrirtæki með starfsstöðvar á fjórum stöðum á landinu. Höfuðstöðvarnar eru í Borgarnesi, þar sem framleitt er valsað stál og ál til klæðninga utan-húss og innanhúss, ásamt framleiðslu á milliveggjastoðum úr stáli. Þar eru einnig framleidduir saumur, landsþekkt gæðavara sem og ýmsar aðrar vörur úr stáli og áli.

<>

Í Borgarnesi eru einnig blikksmiðja, járnsmiðja og rafmagnsverkstæði. Aðal söludeild fyrirtækisins er starfrækt í Borgarnesi, en einnig er söludeild fyrir loftræstivörur að Vesturvör í Kópavogi, þar sem einnig er innkaupadeild, fjármálastjóri og byggingadeild sem er hönnunar- og söludeild sem veitir faglega ráðgjöf og selur lausnir fyrir húsbyggjendur límtrés- og stálgrindahúsa, ásamt öðrum tilheyrandi lausnum.

Á Flúðum er starfrækt eina íslenska límtrésverksmiðjan, þekkt fyrir gæði, áreiðanleika og góða þjónustu. Í Reykholti í Bláskógabyggð eru framleiddar yleiningar með polyurethan einangrun.

Ný yleiningaverksmiðja Límtrés Vírnets var gangsett á Flúðum 9. júní sl. en þessi nýja  verksmiðja stendur við hlið límtrésverksmiðjunnar á Flúðum. Verksmiðjan framleiðir steinullareiningar samkvæmt nýjustu tækni og er kærkomin viðbót við atvinnulífið á svæðinu. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, sem gangsetti vélbúnaðinn en þess má geta að Sigurður Ingi vann á sínum yngri árum í límtrésverksmiðjunni á Flúðum.

Flugskýli á Keflavíkurflugvelli stæðsti einstaki samningurinn

Sigurður Guðjónsson, forstöðumaður byggingadeildarinnar, segir að nýlega hafi verið samið við Skýliseignir ehf. um byggingu flugskýlis á Keflavíkurflugvelli en þetta er stærsti einstaki samningurinn sem fyrirtækið hefur gert. Stálgrindin í flugskýlið kemur frá verksmiðju í Rúmeníu, en flugskýlishurðin kemur frá verksmiðju í Englandi.  Grunnflötur flugskýlisins er um 10.500 fermetrar, mesta spennivídd um 96 metrar og mesta hæð hússins er um 26 metrar. Flugskýlishurðin er 95 metra breið og 18,5 metra há. Flugskýlið á að rúma tvær Boeing 757 vélar samtímis og það á að vera tilbúið haustið 2017.

Fjölbreytt verkefni byggingadeildar

Það sem af er árinu hefur fyrirspurnum fjölgað frá fyrri árum og nú eru um 60 verkefni staðfest, sumum er þegar lokið en önnur eru á frumstigi eða í hönnun.  Verkefnin eru fjölbreytt, frá litlum göngubrúm og upp í stórt flugskýli. Mörg verkefnin eru tengd landbúnaði, t.d. fjós, reiðskemmur og vélaskemmur.  Einnig hefur verkefnum tengt sjávarútvegi verið að fjölga upp á síðkastið.  Þá hafa byggingaverktakarnir verið að byrja aftur á að byggja lítil iðnaðarbil, en lítið hefur verið í gangi hjá þeim undanfarin ár.  Einnig er að fjölga þeim einstaklingum eru að hefja byggingu á einbýlishúsum út á landi.

„Við erum að ljúka við að reisa límtréshús á Keflavíkurflugvelli sem verður nýtt sem þjónustubygging tengt flugrekstri,“ segir Sigurður Guðjónsson. ,,Búið er að undirrita samninga fyrir þrjár reiðskemmur á Snæfellsnesi og verið er að setja upp annað af tveimur einbýlishúsum úr steinullareiningum á Sauðárkróki og þriðja húsið verður reist á Suðurlandi á þessu ári.

Það er því engin spurning að byggingaiðnaðurinn, er greinilega að rétta sig vel við eftir efnahagshrunið 2008,“ segir Sigurður Guðjónsson.

Aðal söludeild Límtrés Vírnets er starfrækt í Borgarnesi, en einnig er söludeild fyrir loftræstivörur að Vesturvör í Kópavogi, þar sem einnig er innkaupadeild, fjármálastjóri og byggingadeild sem er hönnunar- og söludeild sem veitir faglega ráðgjöf og selur lausnir fyrir húsbyggjendur límtrés- og stálgrindahúsa, ásamt öðrum tilheyrandi lausnum.

Heimild: Pressan.is