
Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður Félags pípulagningameistara, hefur áhyggjur af stöðu iðnmenntunar á Íslandi og segir iðnnema sjálfa fylla út ferilbók um hæfni sína.
„Þegar iðnnemi hefur merkt við hæfni sem hann hefur náð þarf iðnmeistari að samþykkja það. Það eru til dæmi um menn með meistararéttindi sem taka greiðslu fyrir að kvitta upp á ferilbók án þess að raunfærni hafi verið metin.
Mörg dæmi eru um að iðnnemar merki við að hafa náð hæfni á öllum sviðum á einum degi. Ferilbókin býður því upp á freistivanda sem getur leitt til gjaldfellingar á iðnnáminu.“
Heimild: Mbl.is











