Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 16.12.2025 Kjalar­nes, sjóvörn 2026

16.12.2025 Kjalar­nes, sjóvörn 2026

8
0
Mynd: Reykjavik.is

Vegagerðin býður hér með út verkið „Kjalarnes, sjóvörn 2026.” Um er að ræða endurbyggingu og styrkingu sjóvarnar meðfram Hringvegi (1) þar sem hann liggur við Hofsvík á Kjalarnesi.

Helstu magntölur:
Lengd sjóvarnar, 570 m
Flokkað grjót og sprengdur kjarni, um 10.500 m3
Upptekt og endurröðun grjóts, um 3.000 m3

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní 2026.

Útboðsgögn eru afhent rafrænt í TendSign útboðskerfinu. Afhending gagnanna er án endurgjalds, frá og með þriðjudeginum 2. desember 2025.

Tilboði skal skila rafrænt í útboðskerfinu fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 16. desember 2025.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.