Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Góður gangur hjá ÍAV Marti í Búrfelli

Góður gangur hjá ÍAV Marti í Búrfelli

282
0
Mynd: IAV.is

Gangnagröftur hefur gengið vel að undanförnu og er borað á þrem stöfnum núna í Stöðvarhúsi,lower bed og í tailraise.

<>

Búið er að sprengja um 50% af lengd stöðvarhúss en síðan á eftir að lækka gólf um 7m niður. Stafninn er býsna stór eða 15m x 11,5m og borað 4m inn í hverri sprengingu og kemur um 900m3 af efni úr hverri sprengingu. Þetta samsvarar að við værum að gera veggöng sem væru með tvöföldum akreinum í báðar áttir.

„Raise“ borinn er verið að klára að tengja og klára frágang. Rafnotkun á bornum er um 700kw og 1000-1100 A , Þetta er splunku ný græja sem Marti var að kaupa, borun fer þannig fram að fyrst er boruð 15“ =37cm hola niður í stöðvarhús um 100m löng þar er sett á borkróna fyrir kapalgöngin 4,5m í þvermál sem er síðan boruð upp. Það sama er gert fyrir vatnsgöngin en þar er borkrónan 6,0m í þvermál. Starfsmenn Marti sem koma í þessa borun hafa verið síðustu þrjú og hálft ár í Chile við samskonar boranir við námavinnslu en þar eru þessar borholur notaðar til loftræstinga í námum.

25.08.2016 Burfell4Nýja grafan sem ÍAV Marti vorum að fá er Liebherr 966 og er um 75t og með 2,7 og 4 m3 skóflum. Mynd: IAV.is

Heimild: Iav.is