Home Fréttir Í fréttum Húsavíkurhöfðagöng opin í báða enda

Húsavíkurhöfðagöng opin í báða enda

160
0
Erna Björnsdóttir forseti sveitarstjórnar Norðurþings sprengir síðasta haftið. Mynd: epe

Nú rétt í þessu var síðasta haftið í Höfðagöngum á Húsavík sprengt eða um klukkan 15. Það var Erna Björnsdóttir forseti sveitarstjórnar Norðurþings sem hlaut heiðurinn af því að sprengja síðasta haftið.

<>

Fyrsta sprengingin við framkvæmdirnar var 10. mars s.l. en göngin eru um 850 metrar alls í bergi. Það er verktakafyrirtækið LNS Saga sem sér um framkvæmdirnar en göngin tengja saman iðnaðarsvæðið á Bakka þar sem PCC Bakki Silicon reisir kísilmálmverksmiðju og hafnarsvæðið á Húsavík.

Talsverður fjöldi gesta var saman kominn til að fylgjast með gegnumslættinum í þokunni á Húsavík.