Skipulags- og framkvæmdaráð hefur samþykkt að auglýsa lausar byggingarlóðir í Reitnum á Húsavík. Um er að ræða svæði Í5, lóðir nr. 29 og 31 við Ásgarðsveg og lóðir nr. 18 og 20 við Stóragarð.
Við Stóragarð er heimilt að byggja allt að 5 hæða fjölbýlishús, en við Ásgarðsveg allt að 3. hæða fjölbýlishús. Undirbúningur gatnagerðar og lagnavinnu er langt kominn og stefnt að verklokum 2. áfanga í júní 2025. Eins eru lóðarblöð í vinnslu og verða tilbúin fyrir sumarið.
Heimild: Nordurthing.is