Home Fréttir Í fréttum 27.05.2025 Fjallabyggð. Endurbætur á þaki Sundlaugar Siglufjarðar

27.05.2025 Fjallabyggð. Endurbætur á þaki Sundlaugar Siglufjarðar

11
0
Mynd: Fjallabyggd.is

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í endurbætur á þaki Sundlaugar Siglufjarðar skv. útboðsgögnum AVH.

Endurnýja skal núverandi kraftsperrur yfir sundlaugarsal og endurnýja þakklæðningu á öllu húsinu ásamt uppsetningu veggja í þakrými.

Helstu magntölur:

Endurnýjun á kraftsperrum 38 stk
Rif á bárustáli​​​​​​ 750 m²
Rif á þakklæðningu ​​​​​450 m²
Rif á loftaklæðningu​​​​ 445 m²
Bárustál ​​​​​​750 m²

​​​Verktími er frá 15. júní 2025 til 30. ágúst 2025.

Ósk um afhendingu rafrænna útboðsgagna skal senda á netfangið avh@avh.is og verða þau afhent frá og með 25. apríl nk.

Tilboð skulu berast rafrænt á netfangið avh@avh.is fyrir kl. 13:00 þriðjudaginn 27. maí og verða tilboðin opnuð kl. 13:30 sama dag hjá AVH í Kaupangi á Akureyri í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

Bjóðendum mun gefast kostur á að fylgjast með opnun tilboða á fjarfundi óski þeir þess.

Heimild: Fjallabyggd.is