Home Fréttir Í fréttum Gera ráð fyrir um 12 milljarða hagnaði í ár

Gera ráð fyrir um 12 milljarða hagnaði í ár

117
0
Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita. Ljósmynd: Eyþór Árnason

Reitir birta stjórnendauppgjör með lykiltölum ársins 2024 og afkomuspá.

Rekstrar­hagnaður Reita fyrir mats­breytingu nam 11 milljörðum króna í fyrra og jókst um 824 milljónir, eða 8,1% á milli ára, sam­kvæmt ný­birtu stjórn­enda­upp­gjöri.

Tekjur félagsins á árinu námu 16,4 milljörðum króna sem er aukning um 8,8% frá fyrra ári.

Sam­kvæmt upp­gjörinu má rekja tekju­aukninguna til verðlags­hreyfinga en nýjar eignir skiluðu um 200 milljóna aukningu.

Þá segir félagið að fram­gangur vaxtar­stefnu, sem kynnt var á árinu, hafi verið vonum framar en félagið fjár­festi fyrir 18,1 milljarð á árinu 2024, þar af 9,6 milljarða króna í nýjum eignum og rúma 8,5 milljarða í endur­bætur á fast­eignum félagsins.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu Reita er þetta í fyrsta sinn sem félagið birtir stjórn­enda­upp­gjör um rekstur, efna­hag og sjóð­streymi ásamt um­fjöllun um það helsta sem gerðist hjá félaginu á árinu en stjórn­enda­upp­gjörið er ekki endur­skoðað af endur­skoðendum félagsins.

Endur­skoðaður árs­reikningur verður birtur 3. mars næst­komandi.

Skjáskot af Vb.is

„Árið 2024 var Reitum fast­eignafélagi mjög gæfuríkt og markaði upp­haf nýs vaxtar­skeiðs í sögu félagsins. Ný stefna var kynnt á vor­mánuðum og veg­ferð næstu ára kortlögð á sama tíma. Stefnan felur í sér aukinn vaxtar­hraða með ríkari áherslu á þróunar­verk­efni, þar sem fjár­festing í fjöl­breyttari eigna­flokkum og sjálf­bærni er í for­grunni. Mark­mið félagsins er að vera leiðandi afl í upp­byggingu og rekstri inn­viða. Þar er sér­stak­lega horft til sam­félags­legra inn­viða og eigna­flokka, þar sem þörfin er brýn og fram­lag Reita gæti verið þjóðfélaginu jafnt og hlut­höfum til heilla,” segir Guðni Aðal­steins­son, for­stjóri Reita.

Skjáskot af Vb.is

Sam­kvæmt stjórn­enda­upp­gjörinu gerir félagið ráð fyrir að rekstrar­tekjur ársins verði 17,7 til 18 milljarðar króna, sem er aukning um 8-9%, og að rekstrar­hagnaður ársins nemi 11,75 til 12,05 milljörðum og aukist um 7-10%.

 

Heimild: Vb.is