Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Skálinn fær nýtt útlit

Skálinn fær nýtt útlit

79
0
Myndin er tekin inn í sýningarskálann og sýnir rústirnar af upphaflega bænum Stöng. mbl.is/Björn Jóhann

Fram­kvæmd­ir og lag­fær­ing­ar hafa staðið yfir á sýn­ing­ar­skála yfir rúst­ir gamla bæj­ar­ins Stöng í Þjórsár­dal.

<>

Búið er að end­ur­byggja eldri yf­ir­bygg­ing­una að miklu leyti. Síðustu vik­ur hef­ur verið unnið að því að skipta um þekj­ur á sýn­ing­ar­skál­an­um. Í vik­unni komst þakið á svo þess­um fram­kvæmd­um fer að ljúka, að sögn Ugga Ævars­son­ar, minja­varðar Suður­lands.

Þegar forn­leifa­fræðing­ar þurftu að raska jörð norðuaust­an við skál­ann til að koma fyr­ir út­sýn­ispalli í fyrra­sum­ar fundu þeir forn­leif­ar al­veg utan í skál­an­um. Þeir fóru lang­leiðina með að rann­saka þær í fyrra en náðu ekki al­veg að klára sam­bandið milli skál­ans og þess­ara nýju minja.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu sem kom út á föstu­dag­inn.

Heimild: Mbl.is