
Framkvæmdir og lagfæringar hafa staðið yfir á sýningarskála yfir rústir gamla bæjarins Stöng í Þjórsárdal.
Búið er að endurbyggja eldri yfirbygginguna að miklu leyti. Síðustu vikur hefur verið unnið að því að skipta um þekjur á sýningarskálanum. Í vikunni komst þakið á svo þessum framkvæmdum fer að ljúka, að sögn Ugga Ævarssonar, minjavarðar Suðurlands.
Þegar fornleifafræðingar þurftu að raska jörð norðuaustan við skálann til að koma fyrir útsýnispalli í fyrrasumar fundu þeir fornleifar alveg utan í skálanum. Þeir fóru langleiðina með að rannsaka þær í fyrra en náðu ekki alveg að klára sambandið milli skálans og þessara nýju minja.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu sem kom út á föstudaginn.
Heimild: Mbl.is