Þjónustuhús við bílastæðin nærri Hengifossi í Fljótsdal verður tekið í notkun í næsta mánuði. Þetta er 170 fermetra hús, þar sem meðal annars verða salarkynni til að taka á móti gestum sem og ágæt salernisaðstaða.
Heildarkostnaður er um 200 millj. kr. en húsið er reist eftir teikningum danska arkitektsins Eiriks Rønnings Andersens. „Þetta er mikilvæg framkvæmd. Á þessar slóðir komu um 112 þúsund manns í fyrra og fer fjölgandi,“ segir Helgi Gíslason sveitarstjóri Fljótsdalshrepps.
Í þjónustuhúsinu eru sjö salerni. Þetta hefur vakið athygli og á þorrablóti í Fljótsdal í vetur var húsið í gamni nefnt eftir sænskum framleiðanda hreinlætistækja og var að sjálfsögðu kallað Gustavsberg.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is