Verið er að byggja 84 íbúðir á byggingareitnum, þar sem Byko var með með verslun um árabil.
Á Steindórsreitnum svokallaða, sem markast af Framnesvegi, Sólvallagötu og Hringbraut, er búið að að reisa 5 hæða bogadregið íbúðarhús með útsýni út á haf og fyrir aftan þau hafa tvö önnur íbúðarhús verið reist. Framkvæmdir eru í fullum gangi á lóðinni.
Í húsunum þremur verða 84 íbúðir en ef þeim fara 83 á almennan íbúðamarkað en ein íbúð verður í eigu húsnæðisfélags. Auk íbúðanna verður rými á jarðhæð bogadregna hússins fyrir verslun og þjónustu en undir húsunum verður bílakjallari með stæðum fyrir 86 bíla og ekið verður inn í hann frá Ánanaustum.
Framkvæmir á reitnum hófust haustið 2021. Félagið Steindór ehf., áður U22, á Steindórsreitinn en það er til helminga í eigu Eignabyggðar, sem er eigu Hannesar Þórs Baldurssonar og Brynjólfs Smára Þorkelssonar og fjárfestingafélagsins IREF, sem þeir Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson eiga. Þeir tveir síðarnefndu er aðaleigendur Re/Max, Upphaflega var lóðin í eigu fasteignafélagsins Kaldalóns.
Stutt í afhendingu
Þórarinn Arnar segir að íbúðir í húsunum þremur séu ekki farnar í sölu og því ekki búið að verðleggja þær.
„Við viljum ekki byrja að selja fyrr en íbúðirnar eru tilbúnar,“ segir Þórarinn Arnar. „Við gerum ráð fyrir því að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar í seinni hluta maí eða byrjun júní og þá hefst salan. Við ráðgerum síðan að síðustu íbúðirnar verða tilbúnar í september. Meðalstærð íbúðanna er um 90 fermetrar með geymslu og stærsta íbúðin verður líklega um 160 fermetrar með geymslu.“
Steindórsreiturinn dregur nafn sitt af Bifreiðastöð Steindórs, sem var með aðstöðu á lóðinni á síðustu öld. JL byggingarvörur voru með starfsemi á reitnum um tíma enda stendur JL-húsið hinum megin við Hringbrautina.
Þegar félagið var gjaldþrota í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar opnaði Byko verslun á svæðinu. Var Byko með starfsemi þar allt þar til ný verslun var opnuð úti á Granda árið 2008.
Matvöruverslunin Víðir var svo rekin á reitnum í nokkur ár eða allt þar til hún varð gjaldþrota árið 2018.
Vesturbugt og beinstöðvarlóð
Eftir uppbygginguna á Héðinsreitnum og Steindórsreitnum eru ekki margar stórar lóðir eftir í vesturhluta borgarinnar. Helst ber að nefna Vesturbugt, þar sem gert er ráð fyrir 184 íbúðum samkvæmt deiliskipulagi og svo lóð bensínstöðvar N1 við Ægissíðu, sem er í skipulagsferli og mögulega hægt að byggja um 50 íbúðir.
Úti á Seltjarnarnesi standa svo yfir framkvæmdir Jáverks við 130 íbúða byggð við Bygggarða.
Heimild: VB.is