Home Fréttir Í fréttum Reisa þjónustuhús við Hengifoss

Reisa þjónustuhús við Hengifoss

61
0
Nýbyggingin gíða sem senn verður tekin í gagnið. Ljósmynd/Helga Eyjólfsdóttir

Þjón­ustu­hús við bíla­stæðin nærri Hengi­fossi í Fljóts­dal verður tekið í notk­un í næsta mánuði. Þetta er 170 fer­metra hús, þar sem meðal ann­ars verða sal­arkynni til að taka á móti gest­um sem og ágæt sal­ern­isaðstaða.

<>

Heild­ar­kostnaður er um 200 millj. kr. en húsið er reist eft­ir teikn­ing­um danska arki­tekts­ins Eiriks Rønn­ings And­er­sens. „Þetta er mik­il­væg fram­kvæmd. Á þess­ar slóðir komu um 112 þúsund manns í fyrra og fer fjölg­andi,“ seg­ir Helgi Gísla­son sveit­ar­stjóri Fljóts­dals­hrepps.

Í þjón­ustu­hús­inu eru sjö sal­erni. Þetta hef­ur vakið at­hygli og á þorra­blóti í Fljóts­dal í vet­ur var húsið í gamni nefnt eft­ir sænsk­um fram­leiðanda hrein­lætis­tækja og var að sjálf­sögðu kallað Gustavs­berg.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is