Fyrirtækið hagnaðist um 2,92 milljarða dala á öðrum ársfjórungi en mikill uppgangur er í byggingarstarfsemi í Bandaríkjunum.
Tekjur Caterpillar, sem framleiðir vinnuvélar, jukust um 22% á öðrum ársfjórðungi í samanburði við árið á undan.
Heildartekjur fyrirtækisins á árinu er nú komnar í 17,32 milljarða Bandaríkjadala í samanburði við 14,2 milljarða árið á undan.
Tekjuaukningin á rætur sínar að rekja til mikinn uppgang í byggingarstarfsemi í Bandaríkjunum.
Hagnaður á öðrum ársfjórðungi jókst einnig og nam 2,92 milljörðum dala í samanburði við 1,67 milljarða á sama tímabili í fyrra.
Verðhækkanir höggva ekki í eftirspurn
Í uppgjörinu segir fyrirtækið að sala hafi gengið vonum framan af en heildsalar séu að byrgja sig upp samhliða því að einkaaðilar hafi verið að kaupa vinnuvélar í meiri magni en vonir stóðu til.
Verð á vinnuvélum hefur hækkað mikið síðastliðið ár vegna hækkunar á vöruverði og ýmsum hrávörum en verðhækkanir fyrirtækisins hafa ekki haft teljandi áhrif á söluna.
Fyrirtækið býst við áframhaldandi eftirspurn en ákvörðun bandaríska ríkisins um að fara í endurbyggingu innviða fyrir 1 billjón Bandaríkjadala hefur þar mikil áhrif.
Heimild: Vb.is