Home Fréttir Í fréttum Tekjur Ca­ter­pillar aukast til muna milli ára

Tekjur Ca­ter­pillar aukast til muna milli ára

130
0
Mikil eftirspurn er eftir vinnuvélum Caterpillar. Ljósmynd: epa

Fyrir­tækið hagnaðist um 2,92 milljarða dala á öðrum árs­fjórungi en mikill upp­gangur er í byggingar­starf­semi í Banda­ríkjunum.

<>

Tekjur Ca­ter­pillar, sem fram­leiðir vinnu­vélar, jukust um 22% á öðrum árs­fjórðungi í saman­burði við árið á undan.

Heildar­tekjur fyrir­tækisins á árinu er nú komnar í 17,32 milljarða Banda­ríkja­dala í saman­burði við 14,2 milljarða árið á undan.

Tekju­aukningin á rætur sínar að rekja til mikinn upp­gang í byggingar­starf­semi í Banda­ríkjunum.

Hagnaður á öðrum árs­fjórðungi jókst einnig og nam 2,92 milljörðum dala í saman­burði við 1,67 milljarða á sama tíma­bili í fyrra.

Verð­hækkanir höggva ekki í eftir­spurn

Í upp­gjörinu segir fyrir­tækið að sala hafi gengið vonum framan af en heild­salar séu að byrgja sig upp sam­hliða því að einka­aðilar hafi verið að kaupa vinnu­vélar í meiri magni en vonir stóðu til.

Verð á vinnu­vélum hefur hækkað mikið síðast­liðið ár vegna hækkunar á vöru­verði og ýmsum hrá­vörum en verð­hækkanir fyrir­tækisins hafa ekki haft teljandi á­hrif á söluna.

Fyrir­tækið býst við á­fram­haldandi eftir­spurn en á­kvörðun banda­ríska ríkisins um að fara í endur­byggingu inn­viða fyrir 1 billjón Banda­ríkja­dala hefur þar mikil á­hrif.

Heimild: Vb.is