Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Skagaströnd semur við Vinnuvélar Símonar um fráveitu

Skagaströnd semur við Vinnuvélar Símonar um fráveitu

267
0
Rúnar Símonarson hjá Vinnuvélum Símonar og Alexandra Jóhannesdóttir sveitarstjóri á Skagaströnd. Mynd: Skagastrond.is

Sveitarfélagið Skagaströnd og Vinnuvélar Símonar skrifuðu í gær undir verksamning um fyrsta áfanga fráveituframkvæmda sem munu hefjast í lok ágúst nk.

<>

Áætlað er að framkvæmdum ljúki næsta vor en verkefnið felur í sér að gera sniðræsi fráveitu frá Hólanesi til norðurs meðfram Hólanesvegi og Strandgötu að Einbúastgí. Samhliða verður sjóvörnin endurgerð og færð fram og gerð gönguleið sjávarmegin við strandgötuna.

Heildarkostnaður við verkefnið er um 123 mkr. en ríkið leggur styrk til verkefnisins sem nemur 30% af kostnaði.

Heimild: Skagastrond.is