Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Akureyri – Torfunefsbryggja, endurbygging stálþils 2022

Opnun útboðs: Akureyri – Torfunefsbryggja, endurbygging stálþils 2022

311
0

Opnun tilboða 26. júlí 2022. Hafnasamlag Norðurlands óskaði eftir tilboðum í verkið „Akureyri – Torfunefsbryggja, endurbygging stálþils 2022“.

<>

Helstu verkþættir eru:

·         Fylla framan við núverandi stálþil, 23.000 m3.

·         Rif á þekju steyptri þekju og kantbita, 1.200 m2.

·         Rif á furubryggju við enda Torfunefsbryggju.

·         Reka niður 117 stk. Tvöfaldar stálþilsplötur af gerðinni AZ14-770 og AZ12-770 fyrir bakþil.

·         Reka niður 151 stk. tvöfaldar stálþilsplötur af gerðinni AZ14-770 10/10 og ganga frá stögum og stagbitum.

·         Steypa um 234 m langan kantbita með pollum, kanttré og stigum.

·         Brjóta og fjarlægja kant, polla og þekju á núverandi bryggju.

·         Reka niður 146 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð AZ 22-800 og eina einfalda sömu gerðar

·         Steypa 62 akkerisplötur og uppsetning staga.

·         Steypa um 230 m langan kantbita með pollum og setja upp kanttré, stiga og þybbur.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní 2023.