Home Fréttir Í fréttum 30.08.2022 Hringvegur (1) um Hornafjörð. Eftirlit og ráðgjöf

30.08.2022 Hringvegur (1) um Hornafjörð. Eftirlit og ráðgjöf

232
0
Tölvuteikning af nýrri leið yfir Hornafjörð. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr og nítján kílómetrar af nýjum vegum. VEGAGERÐIN

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í  eftirlit og ráðgjöf með útboðsverkinu Hringvegur (1) um Hornafjörð.  Verkið felur í sér styttingu Hringvegarins um 12 km með gerð 19 km langs vegar er kemur til að liggja yfir norðanverðan Hornafjörð. Innifalið í verkinu er smíði fjögurra brúa.

<>

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Verklok framkvæmdarinnar eru áætluð í desember 2025.

Útboðsgögn eru aðgengileg og afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign  frá og með miðvikudeginu 27. júlíí 2022  og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 30. ágúst í 2022.

Ekki verður haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Þriðjudaginn 6. september  2022 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.