Við Óðinsgötu 8C í Reykjavík er til sölu eignarhlutur í lóð, sem er ekki í frásögur færandi nema að honum fylgir eitt bílastæði. Um er að ræða 199 fermetra lóð sem hefur verið nýtt undir fimm bílastæði.
Til sölu er 20% hlutur í lóðinni og af því leiðir að bílastæðið er verðmetið á sex milljónir króna.
Sjö milljónir í bílastæðahúsi
Til samanburðar kvaðst verktaki sem ViðskiptaMogginn ræddi við hafa selt bílastæði í miðbænum í upphituðum kjallara á sjö milljónir.
Á þann mælikvarða er verðlagningin á Óðinsgötu athyglisverð.
Á það ber þó að líta að mögulega gæti skapast heimild til að byggja á lóðinni með þéttingu byggðar.
Borgarstjóri á tvö stæði
Meðal hluthafa í umræddri lóð er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem á 40% hlut, eða sem svarar tveimur bílastæðum, en Dagur og fjölskylda hans eiga þriggja hæða timburhús austan við lóðina. Þar er nú atvinnustarfsemi á jarðhæð.
Heimild: Mbl.is