Home Fréttir Í fréttum Bílastæði á sex milljónir króna

Bílastæði á sex milljónir króna

149
0
Fimm stæði eru metin á alls 30 milljónir. Kristinn Magnússon

Við Óðins­götu 8C í Reykja­vík er til sölu eign­ar­hlut­ur í lóð, sem er ekki í frá­sög­ur fær­andi nema að hon­um fylg­ir eitt bíla­stæði. Um er að ræða 199 fer­metra lóð sem hef­ur verið nýtt und­ir fimm bíla­stæði.

<>

Til sölu er 20% hlut­ur í lóðinni og af því leiðir að bíla­stæðið er verðmetið á sex millj­ón­ir króna.

Sjö millj­ón­ir í bíla­stæðahúsi

Til sam­an­b­urðar kvaðst verktaki sem ViðskiptaMogg­inn ræddi við hafa selt bíla­stæði í miðbæn­um í upp­hituðum kjall­ara á sjö millj­ón­ir.

Á þann mæli­kv­arða er verðlagn­ing­in á Óðins­götu at­hygl­is­verð.

Á það ber þó að líta að mögu­lega gæti skap­ast heim­ild til að byggja á lóðinni með þétt­ingu byggðar.

Borg­ar­stjóri á tvö stæði

Meðal hlut­hafa í um­ræddri lóð er Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri sem á 40% hlut, eða sem svar­ar tveim­ur bíla­stæðum, en Dag­ur og fjöl­skylda hans eiga þriggja hæða timb­ur­hús aust­an við lóðina. Þar er nú at­vinnu­starf­semi á jarðhæð.

Heimild: Mbl.is