Home Fréttir Í fréttum Trésmiðjan Stígandi kaupir Húnabraut 29 á Blönduósi

Trésmiðjan Stígandi kaupir Húnabraut 29 á Blönduósi

251
0
Frá undirritun samningsins. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Guðmundur R. Sigurðsson stjórnarformaður Trésmiðjunnar Stíganda, Guðmundur Sigurjónssoan framkvæmdastjóri og Jóhannes Torfason framkvæmdastjóri Ámundakinnar. Mynd: Aðsend.

Nýlega var undirritaður samningur milli Ámundakinnar ehf. og Trésmiðjunnar Stíganda ehf. um kaup þess síðarnefnda á húsinu að Húnabraut 29 á Blönduósi.

<>

Í tilkynningu um viðskiptin segir að þau eigi sér nokkurn aðdraganda og séu hugsuð til að treysta rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn betur.

Rekstur Stíganda flest undanfarin ár hefur skilað jákvæðri niðurstöðu og er verkefnastaðan góðu um þessar mundir. Horfur eru á að svo verði áfram næstu misserin.

Í tilkynningunni kemur fram að áform eru um að endurnýja hluta af húsnæði fyrirtækisins m.a. til að bæta vinnuaðstöðu starfsmanna og mæta kröfum eftirlitsaðila.

Nú eru um 20 starfsmenn hjá fyrirtækinu, þar af nokkrir sem verktakar.

Stjórn félagsins skipa Guðmundur R. Sigurðsson, sem er stjórnarformaður og Jón Gíslason og Gunnlaugur Skúlason meðstjórnendur. Framkvæmdastjóri er Guðmundur Sigurjónsson.

Heimild: Huni.is