Framkvæmdir við Hús íslenskunnar á Melunum eru í fullum gangi og byrjað er að klæða húsið að utan.
Starfsmenn Ístaks unnu að því um helgina að setja koparklæðningu á suðurhluta hússins og tindraði hún í haustblíðunni.
Áfram verður unnið að framkvæmdum við húsið af fullum krafti og verklok eru áætluð sumarið 2023.
Hús íslenskunnar mun hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar og íslenskudeild Háskólans.
Heimild: Mbl.is