Home Fréttir Í fréttum Sjáðu nýja þjóðarhöll Færeyinga – ,,Velkomin til framtíðar!”

Sjáðu nýja þjóðarhöll Færeyinga – ,,Velkomin til framtíðar!”

295
0
Svona á ný þjóðarhöll Færeyinga að líta út utanfrá Torshavn.fo

Uppbygging nýrrar þjóðarhallar Færeyinga hefur verið samþykkt, borgarstjóri Þórshafnar, Heðin Mortensen, boðaði til blaðamannafundar um síðustu helgi þar sem áformin um nýja þjóðarhöll voru kynnt.

<>

Heildarkostnaður við byggingu hallarinnar nemur rúmum 217 milljónum færeyskra króna og mun borgarsjóður Þórshafnar standa straum af helmingi byggingarkostnaðarins.

Hinn helmingurinn verður greiddur með utanaðkomandi fjárfestingu.

,,Borgin og Færeyjar í heild sinni, hafa lengi haft þörf fyrir nýja þjóðarhöll, þetta er spennandi verkefni.

Með byggingu nýrrar þjóðarhallar munum við bjóða upp á bestu mögulegu aðstæður fyrir stóra viðburði á sviðum íþrótta, menntunar, ráðstefnu og samkomur af allskonar tagi.

Færeyska höllin verður þjóðarhöll allra Færeyinga,” sagði Heðin Mortenson, borgarstjóri Þórshafnar á blaðamannafundi.

Þjóðarhöllin mun geta tekið 2.700 manns í sæti á íþróttaviðburðum, 3.600 manns í sæti á tónleikum og 4.600 manns á standandi tónleikum.

,,Höllin verður ein af lykilstoðum samfélagsins sem mun stuðla að því að lyfta íþróttum í Færeyjum upp á næsta stig,” segir í lýsingu á höllinni á arena.fo

Heimild: Frettabladid.is