Home Fréttir Í fréttum Norðurál Helguvík tekið til gjaldþrotaskipta

Norðurál Helguvík tekið til gjaldþrotaskipta

94
0
Framkvæmdir við álverið. mbl.is/Golli

Bú Norðuráls Helgu­vík­ur ehf. var tekið til gjaldþrota­skipta með úr­sk­urði Héraðsdóms Reykja­ness síðastliðinn fimmtu­dag, en fé­lagið var í eigu Norðuráls.

<>

Fyr­ir­tækið átti að sjá um rekst­ur ál­vers í Helgu­vík en ekk­ert hef­ur orðið af hon­um. Í fyrra seldi það eign­ir til Sam­herja fisk­eld­is vegna fyr­ir­hugaðrar land­eld­is­stöðvar út­gerðarfé­lags­ins.

Í árs­reikn­ingi Norðuráls Helgu­vík­ur ehf. fyr­ir síðasta ár kom fram að eigið fé var nei­kvætt um 14,5 millj­arða kóna. Þá var tap fé­lags­ins í fyrra 837 millj­ón­ir og árið þar á und­an 864 millj­ón­ir.

Í Lög­birt­inga­blaðinu er skorað á þá sem telja til skulda eða annarra rétt­inda á hend­ur bú­inu eða eigna í umráðum þess að lýsa yfir kröf­um sín­um fyr­ir skipta­stjóra inn­an tveggja mánaða.

Þá verður hald­inn skipta­fund­ur þar sem fjallað verður um lýst­ar kröf­ur og ráðstöf­un á eign­um og rétt­ind­um bús­ins.

Heimild: Mbl.is