Home Fréttir Í fréttum Aug­ljós slysa­hætta verði bíla­um­ferð færð inn í húsa­götur

Aug­ljós slysa­hætta verði bíla­um­ferð færð inn í húsa­götur

120
0
Stefnt er að byggingu bogadregins húss við Hringbraut 116 þar sem verða 45 íbúðir á fimm hæðum. mynd/reykjavíkurborg

Íbúar í tveimur fjölbýlishúsum, við Sólvallagötu 80-84 og Ánanaust 15, sendu borginni bréf um miðjan mánuðinn þar sem velt var vöngum yfir væntanlegum byggingum á svokölluðum Steindórsreit sem afmarkast af Framnesvegi, Hringbraut og Sólvallagötu.

<>

Íbúarnir eru uggandi yfir aukinni umferð fram hjá Vesturbæjarskóla og skorti á bílastæðum. Þeir biðja borgina að vanda til verka þegar kemur að skipulagningu bílaumferðar.

Íbúar vonast eftir fundi með Pawel Bartoszek, formanni skipulags- og samgönguráðs, til að fá svör og útskýringar á þeim aðgerðum sem valdið gætu augljósum umferðarteppum og slysahættu.

Fram hefur komið að fleiri reitir séu í byggingu á svæðinu eða á leið í byggingu en samkvæmt talningu íbúa munu 630 íbúðir fara í sölu á næstu árum, það sé á tíu ára plani.

Þau börn sem búa muni í íbúðunum muni að öllum líkindum ganga í Vesturbæjarskóla og þétting byggðar muni skapa verulegan þrýsting á umferðargötur sem liggja að skólanum.

Íbúar benda á að borgin hafi breytt inn- og útakstri við bygginguna á Steindórsreit í borgarstjórn í júní. Þar með fer umferðin öll um húsagötur en ekki stofnæðar.

Samþykktin hafi verið gerð án grenndarkynningar og telja húsfélögin að borgaryfirvöld hafi brotið siðferðislega á rétti þeirra um upplýsingagjöf í ljósi fyrri samskipta.

Heimild: Frettabladid.is