Home Fréttir Í fréttum Leyft að rífa rauða braggann

Leyft að rífa rauða braggann

87
0
Bragginn hefur látið talsvert á sjá í áranna rás. mbl.is/Sisi

Brögg­um frá stríðsár­un­um hef­ur farið fækk­andi í Reykja­vík og nú stend­ur til að rífa einn slík­an, sem staðið hef­ur við Sæv­ar­höfða í Reykja­vík.

<>

Þetta er áber­andi rauður braggi sem blasað hef­ur við öll­um sem leið hafa átt inn eða út úr Bryggju­hverf­inu.

Breska setuliðið reisti þenn­an bragga á sín­um tíma og Björg­un hf. notaði hann sem vöru­geymslu á meðan fyr­ir­tækið var með starf­semi á svæðinu.

Faxa­flóa­hafn­ir keyptu bragg­ann af Björg­un árið 2016 en fram­seldu hann til Reykja­vík­ur­borg­ar árið 2018.

Á fundi bygg­ing­ar­full­trúa 21. sept­em­ber sl. var eigna­sjóði Reykja­vík­ur­borg­ar veitt leyfi til að rífa bragg­ann á lóð núm­er 33 við Sæv­ar­höfða með til­vís­an til laga um mann­virki frá 2010.

Stærð bragg­ans er 384 fer­metr­ar, 1.884 rúm­metr­ar. Bragg­inn verður því ekki end­ur­byggður á sama stað eins og bragg­inn í Naut­hóls­vík enda stend­ur hann á svæði þar sem nýtt hverfi, Bryggju­hverfi vest­ur, er byrjað að rísa.

Fram kem­ur í húsa­könn­un Borg­ar­sögu­safns frá 2021 að bragg­inn í Sæv­ar­höfða hafi verið mæld­ur 1993 og skráður á fast­eigna­skrá árið eft­ir.

Bragg­inn sé lík­lega aðflutt­ur en óljóst sé hvaðan hann kem­ur. Hann sjá­ist á loft­mynd­um frá 1975. Þetta sé dæmi­gerður braggi af Nis­sen-gerð, stál­grind­ar­hús á steypt­um grunni með báru­járnsklæðningu.

Hann sé hluti af at­hafna­svæði Björg­un­ar, teng­ist sögu iðnaðar á Ártúns­höfða en einnig sögu her­náms­ára. Hann hafi sem slík­ur miðlungs varðveislu­gildi, en sé litið til bygg­ing­ar­list­ar sé varðveislu­gildið hátt enda virðist hann að mestu óbreytt­ur.

Heimild: Mbl.is