Home Fréttir Í fréttum Takmarkanir á starfsemi Bauhaus vegna tölvuárásar

Takmarkanir á starfsemi Bauhaus vegna tölvuárásar

92
0
Bauhaus Mynd: Ómar Óskarsson

Bauhaus á Norður­lönd­un­um urðu fyr­ir tölvu­árás á föstu­dag­inn sem varð til þess að tölvu­kerfi fyr­ir­tæk­is­ins ligg­ur niðri.

<>

Áhrif árás­ar­inn­ar ná til Íslands en í til­kynn­ingu frá Bauhaus á Íslandi kem­ur fram að vöru­húsið sé opið þrátt fyr­ir tak­mark­an­ir og versl­un­in muni gera sitt besta til að þjón­usta viðskipta­vini.

Aðalsím­kerfi Bauhaus ligg­ur niðri og eru viðskipta­vin­ir því beðnir um að hafa sam­band í gegn­um skila­boð á fés­bók­arsíðu fyr­ir­tæk­is­ins, eða í síma 839 – 5800.

Hægt er að greiða með greiðslu­korti, pen­ing­um og milli­færslu í vöru­hús­inu.

Sem stend­ur er ekki hægt að:

  • Fá end­ur­greidda skila­vöru
  • Gera sér­p­ant­an­ir
  • Sækja sér­p­ant­an­ir
  • Bóka kerru í kerru­leigu
  • Nýta viðskipta­manna­núm­er við kaup
  • Skrá á reikn­ing

Í sam­tali við mbl.is sagði Tóm­as, starfsmaður Bauhaus að það væri mikið að gera og þessu fylgdi aukið álag sem lend­ir þó meira á þjón­ustu­borðinu en þeim sem starfa í vöru­hús­inu. Hann sagði að það væri ekk­ert vitað um hvenær tölvu­kerfið kæm­ist í lag aft­ur.

Heimild: Mbl.is