Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Nýbyggingar rísa við Fjölbrautaskólann í Breiðholti

Nýbyggingar rísa við Fjölbrautaskólann í Breiðholti

5
0
Mynd: Fb.is

Framkvæmdir vegna stækkunar verknámsaðstöðu við FB ganga vel. Í byggingu eru tvö ný smiðjuhús auk þess sem skipt var um þak, glugga og hurðir í gömlu smiðjunni. Búið er að loka öðru af nýju húsunum og er grindin af því seinna langt komin.

Mynd: Fb.is

Með nýbyggingunum mun verknámsaðstaða við FB meira en tvöfaldast en þar verður aðstaða fyrir húsasmíði, rafvirkjun og listgreinar og er áætlað að hefja þar kennslu í janúar 2027.

Heimild: Fb.is