Teikning af 5.000 fermetra viðbyggingu til suðurs. Hún mun hýsa farþega til og frá landa utan Schengen.
Nú standa yfir umfangsmiklar stækkunarframkvæmdir í flugstöðinni. Til stendur að stækka flugstöðina um 5.000 fermetra til suðurs og 3.000 fermetra til vesturs. Þar að auki er verið að stækka komusal til austurs um 700 fermetra.
Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Isavia er gert er ráð fyrir því að 5.000 fermetra bygging til suðurs verði tilbúin í mars. Hún mun hýsa farþega á leið til og frá löndum fyrir utan Schengen-svæðið. Bætt verður við sex farþegahliðum, nýrri öryggisleit og rými fyrir gesti flugstöðvarinnar verður stækkað.
Viðbyggingin sem er 3.000 fermetrar stendur, eins og áður hefur komið fram við vesturs, beint út frá flugstöðinni þar sem í dag standa bílastæði fyrir þá á leið úr landi. Að sögn Guðna er ekki komin nákvæm dagsetning á hvenær framkvæmdir þar hefjast en gert er ráð fyrir að það verði á næstu vikum.