Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustungan að stækkun verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands

Fyrsta skóflustungan að stækkun verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands

91
0

Miðvikudaginn 8. júlí tók Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fyrstu skóflustunguna að stækkun verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands.

<>

Nýbyggingin verður um 1.700 fermetrar að stærð, auk þess sem gagngerðar endurbætur verða gerðar á eldra húsnæði sem er um 1.150 fermetrar.

Verkleg framkvæmd var boðin út 15. apríl og tilboð opnuð 6. maí. Jáverk ehf. voru lægstbjóðendur með tilboð upp á krónur 815.405.683.- sem var 107,18% af kostnaðaráæltun, sem hljóðaði upp á krónur 760.795.392.-.

Verkkaupar eru mennta- og menningarmálaráðuneytið og Sveitarfélagið Árborg, Héraðsnefnd Árnesinga, Héraðsnefnd Rangæinga og Héraðsnefnd Vestur-Skaftfellinga. Hlutur sveitarfélaganna er 40% á móti 60% hlut ríkisins.

Heimild: Framkvæmdasýsla ríkisins.