Home Fréttir Í fréttum Fjórðungur íslenskra iðnaðarmanna í Noregi

Fjórðungur íslenskra iðnaðarmanna í Noregi

82
0
Urriðaholt
Mikilvægt er að stjórnvöld dragi úr framkvæmdum á meðan mikil uppbygging er á almennum byggingamarkaði. Atvinnurekendur í byggingariðnaði sækja í auknum mæli erlent vinnuafl til að anna eftirspurn. Þetta segir formaður Finnbjörn Hermannsson, formaður Byggiðnar, félags byggingamanna.

Finnbjörn Hermannsson segir mikinn skort á iðnaðarmönnum í landinu enda mikil uppbygging um land allt. Nóg sé af verkefnum framundan. Verktakar leiti nú í auknum mæli að erlendum iðnaðarmönnum þar sem ekki sé hægt að manna öll verk með innlendum mannafla. Ekki sé þó hægt að ræða um samskonar ástand og var fyrir hrun, þar sem fjöldi íslenskra iðnaðarmanna eru búsettir erlendis.

„Þó svo að við segjum að við séum að fara yfir þann þröskuld að við getum mannað verkin núna, þá er það auðvitað með því fororði að við erum 20-25% af mannaflanum okkar í Noregi. Ef þeir væru til staðar í dag værum við kannski í eðlilegu árferði,“ segir Finnbjörn, en hann var gestur Morgunútgáfunnar í morgun.

Finnbjörn bendir á að stjórnvöld séu stórir gerendur í verklegum framkvæmdum og þeim beri að koma í veg fyrir að hér skapist þensla.

„Þetta eru þeir aðilar sem eiga að draga að sér höndum þegar það er mikið að gera á hinum almenna markaði. Þá eiga opinberir aðilar að draga að sér höndum. Nú eiga þeir að setja út klærnar og skoða sína framkvæmdaáætlun og hvort það sé rétt að þeir séu jafnframt inni á markaðnum þegar svona mikið er um að vera.“

Previous articleFyrsta skóflustungan að stækkun verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands
Next articleVill kaupa allar íbúðir í eigu Ísafjarðarbæjar