Home Fréttir Í fréttum Nýtt raðhús afhent á Reykhólum í gær

Nýtt raðhús afhent á Reykhólum í gær

284
0
Nýja raðhúsið eru 3 íbúðir, 2 íbúðir eru 76 fm. og 1 íbúð ar 95 fm. Mynd: Reykhólahreppur.is

Í gær afhenti Sigurður Garðarsson f.h. Hrafnshóls ehf. Reykhólahreppi nýtt raðhús, þrjár íbúðir. Tryggvi Harðarsom sveitarstjóri tók við húsinu f.h. Reykhólahrepps.

<>

Aðeins fjóra mánuði tók að reisa og ganga frá húsunum.

Væntanlegir leigendur tóku við lyklum að íbúðunum upp úr hádegi í dag.

Tryggvi segir að með þessu nýja raðhúsi fjölgi íbúðum á Reykhólum utan stofnanna um 10% en ekkert íbúðarhúsnæði hafi verið byggt á Reykhólum í áratug.

Hann segir að stefnt verði að því að selja íbúðirnar inn í sjálfseignarhúsnæðisfélag.
,,Félagsmálaráðherra hefur verið og er að láta vinna úrlausnir fyrir sveitarfélög til að geta byggt ný hús á svæðum við erfiðar markaðsaðstæður.

Ég bind miklar vonir við að sú vinna skili sér til hagsbóta fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni“, bætir Tryggvi við.

Heimild: Reykhólahreppur.is