Home Fréttir Í fréttum Byrjað að rífa Dvergs í Hafnarfirði

Byrjað að rífa Dvergs í Hafnarfirði

271
0
Skjáskot af Ruv.is
Í morgun var hafist handa við að rífa húsið við Lækjargötu 2 í Hafnarfirði, sem löngum hefur verið kennt við smíðaverkstæðið Dverg sem var lengi vel þar til húsa. Lengi hefur staðið til að rífa húsið. Bæjarstjórn samþykkti fyrst árið 2008 að reyna að eignast húsið til niðurrifs svo reisa mætti þar nýja byggð. Samkvæmt vinningstillögu í hönnunarsamkeppni verða húsin sem þar rísa í mun meira samræmi við næstu hús en Dvergshúsið sem nú víkur.

Niðurrif hófst klukkan níu í morgun og stefnt er að því að ljúka því fyrir verslunarmannahelgi.

<>
Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson  –  RÚV

Niðurstöður hönnunarsamkeppninnar voru kynnt nýverið. Tillaga TRÍPÓLÍ og KRADS í samstarfi við Landsmótun fyrir GG verk þótti best. Húsin eiga að falla vel að þeim húsum sem fyrir eru, við Lækjargötu og Brekkugötu. Nýja byggðin á að sögn höfunda hennar að vera eðlilegt framhald af þeirri byggð sem fyrir er.

Heimild: Ruv.is