Home Fréttir Í fréttum Bygging tafðist hjá byggingafulltrúa vegna vasks

Bygging tafðist hjá byggingafulltrúa vegna vasks

132
0

Arkitektar kvarta undan seinagangi hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík, sem oft frestar samþykki framkvæmda vegna óskyldra mála.

<>

ón Ólafur Ólafsson arkitekt segir að það sé engu líkara en byggingarfulltrúinn í Reykjavík mæli skilvirkni út frá því hversu oft tekst að koma í veg fyrir að mál nái fram að ganga. Segir Jón Ólafur að oft hafi byggingarfulltrúinn frestað málum án tilefnis en mikill munur sé á afgreiðslu embættisins í dag og á fyrri árum að því er Morgunblaðið greinir frá.

Hafi arkitektar áður getað talað beint við byggingarfulltrúa en með því að þjónustuver hafi verið sett á legg hafi bein samskipti rofnað. Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í gær hafa Samtök iðnaðarins sent borgarstjóra bréf þar sem bent er á þann mikla kostnað sem fylgir því að ríflega helmingi mála hafi verið frestað hjá byggingarfulltrúa í Reykjavík á árinu 2015 sem dæmi.

Enginn er ábyrgur fyrir erindum

„Við eigum ekki lengur beinan aðgang að þeim sem eru með málin hjá fulltrúa. Það sem meira er; enginn er ábyrgur fyrir erindum.

Það virðist undir hælinn lagt hver tekur á málum og hvernig tekið er á þeim,“ segir Jón Ólafur og nefnir nokkur dæmi.

„Ég sótti til dæmis um leyfi fyrir hönd eiganda til að hækka þak í stigahúsi og koma fyrir lyftu. Þetta var afmarkað í umsókninni.

Málinu var hins vegar frestað. Byggingarfulltrúi gerði athugasemd við að ekki væri gerð grein fyrir fyrirkomulagi pitsustaðar. Það kom málinu ekkert við.

Staðurinn var á allt öðrum stað í húsinu.“

Einnig nefnir Jón Ólafur byggingu endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinssjúklinga á Langholtsvegi fyrir Ljósið.„Það tók svolítinn tíma að fá það samþykkt. Þegar samþykkið var komið breyttum við fyrirkomulagi í byggingarferlinu.

Til þess að upplýsa byggingarfulltrúa sendi ég inn teikningar. Þá var þetta orðið nýtt mál hjá embættinu,“ segir Jón Ólafur.

„Því var frestað vegna þess að það var gerð athugasemd við handlaug í kjallara. Það kom þó málinu ekkert við.“Í þriðja dæminu var mál ekki afgreitt fyrr en fimm árum eftir að það var lagt fram hjá byggingarfulltrúa, en einungis eftir persónulegan fund með þáverandi byggingarfulltrúa, sem fékkst ekki fyrr en eftir hótanir um að kvartað yrði undan embættinu.

Heimild: Vb.is