Home Fréttir Í fréttum Verk­tak­ar flýja borg­ina

Verk­tak­ar flýja borg­ina

150
0
Mynd: mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Dæmi eru um að verk­tak­ar hafi gef­ist upp á skipu­lags­yf­ir­völd­um í Reykja­vík og tekið ákvörðun um að hætta upp­bygg­ingu í miðborg­inni.

<>

Ástæðan er mikl­ar og ít­rekaðar taf­ir á af­greiðslu mála. Geðþótti starfs­manna hafi valdið fyr­ir­tækj­um miklu fjár­hags­legu tjóni. Þessi óánægja birt­ist í bréfi Sam­taka iðnaðar­ins til aðstoðar­manns Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra í maí. Þar var óskað eft­ir fundi og er fund­ar­boðs enn beðið.

Sam­tök iðnaðar­ins benda á að rúm­lega helm­ingi mála hafi verið frestað hjá bygg­ing­ar­full­trúa í Reykja­vík 2015. Það hafi aft­ur kostað fjölda fyr­ir­tækja mikið fé. Sam­tök­in gagn­rýna „óviðeig­andi at­huga­semd­ir“ sem tefji mál.

Um­svifa­mik­ill verktaki, sem ræddi við blaðið gegn því að koma ekki fram und­ir nafni, sagðist hætt­ur að byggja í miðborg­inni. „Stór hluti af starfs­fólk­inu [hjá bygg­ing­ar­full­trúa] ræður ekki við sína vinnu. Oft og tíðum eru menn að mis­fara með vald sitt,“ sagði verktak­inn m.a. um ástandið.

Veit­ingamaður sem ræddi við Morg­un­blaðið í trausti nafn­leynd­ar sagðist mundu vera orðinn gjaldþrota ef hann ætti ekki öfl­uga bak­hjarla. Vegna at­huga­semda um atriði sem engu máli skipta hafi fyr­ir­tæki hans tapað tug­millj­óna veltu.

Heimild: Mbl.is