Home Fréttir Í fréttum Alls 31 gjaldþrot í byggingarstarfsemi á öðrum ársfjórðungi 2017

Alls 31 gjaldþrot í byggingarstarfsemi á öðrum ársfjórðungi 2017

158
0
Mynd: Visir.is

Á öðrum ársfjórðungi 2017 voru 157 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Þar af fóru 69 í gjaldþrot í apríl, 20 í maí og 68 í júní. Gjaldþrotabeiðnum fyrirtækja á öðrum ársfjórðungi 2017 fækkaði um 55 prósent frá öðrum ársfjórðungi 2016, en þá voru þær 352.

<>

Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands en þar segir gjaldþrotum hafi fækkað í öllum helstu atvinnugreinabálkum.

Súlurit frá Hagstofu Íslands.

„Þar af voru 31 gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og fækkaði þeim frá öðrum ársfjórðungi 2016 úr 64 sem er 52 prósenta fækkun), og í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum voru 31 gjaldþrot og fækkaði þeim úr 66 frá öðrum ársfjórðungi fyrra árs sem er 53 prósenta fækkun).

Gjaldþrotabeiðnum fyrirtækja síðustu 12 mánuði, frá júlí 2016 til júní 2017, fækkaði um 16% í samanburði við 12 mánuði þar á undan, en alls voru 716 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu, borið saman við 851 á fyrra tímabili,“ segir Hagstofan.

Heimild: Visir.is