Home Fréttir Í fréttum Nýr viti mun rísa við Sæ­braut í Reykjavík

Nýr viti mun rísa við Sæ­braut í Reykjavík

344
0
Tölvu­teikn­ing/​Yrki arki­tekt­ar

Um tíu ár eru síðan inn­sigl­ing­ar­vit­inn í turni Sjó­manna­skól­ans við Há­teigs­veg hvarf nán­ast úr aug­sýn sjó­manna, eft­ir að ýms­ar turn­bygg­ing­ar voru reist­ar við Höfðatorg.

<>

Nú horf­ir til breyt­inga, en í bíg­erð er nýr viti sem staðsett­ur verður á land­fyll­ingu við Sæ­braut, til að tryggja ör­ugga merk­ingu sigl­inga­leiðar­inn­ar í Gömlu höfn­inni og í Sunda­höfn.

„Við stefn­um á að smíða vit­ann nú í vet­ur,“ seg­ir Gísli Gísla­son, hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna í sam­tali við mbl.is. „Það er svo­lít­il kúnst að fá ljós­in í þetta og svo þarf að ræða frá­gang­inn á land­fyll­ing­unni við borg­ina.“

Vitarnir á Norðurgarði og Ingólfsgarði eru hátt í aldargamlir.
Vit­arn­ir á Norðurg­arði og Ing­ólfs­garði eru hátt í ald­argaml­ir. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

Fá án­ing­arstað í kaupauka

Komn­ar eru fram nokkr­ar hug­mynd­ir um það hvernig fyr­ir­hugaður viti eigi að líta út en ekki er búið að taka end­an­lega ákvörðun um það hvaða út­lit verður fyr­ir val­inu. Sú ákvörðun verður þó tek­in fljót­lega, að sögn Ernu Kristjáns­dótt­ur, markaðs- og gæðastjóra Faxa­flóa­hafna.

Á tölvu­teikn­ingu Yrk­is arki­tekta hér að ofan hef­ur vit­inn sama út­lit og þeir sem fyr­ir eru á Norðurg­arði og Ing­ólfs­garði við Reykja­vík­ur­höfn, en þeir eru hátt í ald­argaml­ir.

Reykja­vík­ur­borg ger­ir ráð fyr­ir að svæðið við vit­ann geti nýst þeim sem leið eiga um svæðið, hvort sem um sé að ræða úti­vistar­fólk eða ferðamenn.

„Það er það sem borg­in er að spá í, við erum ein­ung­is að hugsa um að koma upp vit­an­um,“ seg­ir Gísli. „Borg­in fær án­ing­arstaðinn í kaupauka, en þetta verður vænt­an­lega sam­starfs­verk­efni okk­ar.“

Vit­ar ávallt nauðsyn­leg­ir

Frá ár­inu 1945 hafði vit­inn í turni Sjó­manna­skól­ans þjónað hlut­verki sínu sem inn­sigl­ing­ar­viti í Reykja­vík­ur­höfn en eins og áður sagði hef­ur hann ekki getað sinnt því und­an­far­in ár, vegna ný­bygg­inga í Borg­ar­túni.

„Hann er í raun aðeins hálf­ur, það er ljós­geisl­inn nær ekki all­an hring­inn út á sjó,“ seg­ir Gísli.

Spurður hvort vit­ar séu enn í dag mik­il­vægt ör­ygg­is­tæki, á tíma alls kyns staðsetn­ing­ar­tækja og -tóla, seg­ir Gísli að svo sé.

„Auðvitað eru menn með mikið fleiri tæki en þetta er ákveðið prinsipp, að til staðar séu ljós­leiðsögu­tæki sem vísa veg­inn.“

Heimild: Mbl.iskj