Vegagerðin býður hér með út nýbyggingu Skarðsvegar (793) í Skarðsdal í Siglufirði, á kafla sem byrjar skammt neðan við núverandi skíðaskála og nær að fyrirhuguðum skíðaskála sunnan Leyningsár. Lengd útboðskaflans er um 1,22 km auk 5.300 m2 bílastæðis við efri enda kaflans.
Helstu magntölur eru:
– Efnisvinnsla 14.900 m3
– Bergskeringar 11.000 m3
– Fyllingar 42.500 m3
– Fláafleygar 25.100 m3
– Ræsi 146 m
– Neðra burðarlag (styrktarlag) 11.600 m3
– Efra burðarlag 3.300 m3
– Tvöföld klæðing 14.800 m2
– Frágangur fláa 56.000 m2
Verkinu skal að fullu lokið 1. október 2018.
Útboðsgögnin eru seld hjá Vegagerðinni, Miðhúsavegi 1, 600 Akureyri og í móttöku Vegagerðarinnar, Borgartúni 7, 105 Reykjavík frá og með mánudeginum 17. júlí, 2017.
Verð útboðsgagna er 4.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 1. ágúst 2017 og kl. 14:15 sama dag verða tilboðin opnuð á sömu stöðum að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.