Home Fréttir Í fréttum Nýjar rennibrautir vígðar, en mörgu er enn ólokið og framkvæmd langt frá...

Nýjar rennibrautir vígðar, en mörgu er enn ólokið og framkvæmd langt frá úr áætlun

120
0
Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Nýjar rennibrautir voru vígðar í sundlauginni Akureyri í dag. Þær eru með þeim stærstu á landinu og hluti af miklum og kostnaðarsömum úrbótum á svæðinu. Dregið hefur úr aðsókn í sund á Akureyri í sumar og rennibrautaleysi kennt um.

Trektin, Flækjan og Fossinn eru nöfnin á nýju rennibrautunum. Þrír vinningshafar úr samkeppni um nöfnin; Bryndis Anna, Ingólfur Árni og Kristjana Mjöll, fengu að renna sér fyrst allra.

<>

„Þarf að snúast í rosalega marga hringi“

Og þau voru ánægð. „Þetta var rosa gaman. Fyrsta partinn fór ég rosalega hratt. Og svo þegar maður kemur ofan í snúningstækið þá þarf maður að snúast alveg rosalega marga hringi til þess að geta farið ofan í rörið,“ sagði Bryndís.

Framkvæmdirnar komnar í 380 milljónir króna

Uppsetning rennibrautanna og aðrar framkvæmdir hófust í vetur og kostnaður er kominn langt fram úr því sem upphaflega var áætlað. Fyrstu tölur hljóðuðu upp á 270 milljónir króna. Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar, segir nú búið að framkvæma fyrir 380 milljónir. „Famkvæmdin snýst kannski ekki bara um rennibrautinrnar, það er margt annað búið að gera líka. Við erum með nýja lendingarlaug, nýtt yfirborðsefni hérna á svæðinu, það mun koma nýr pottur í haust og sundlaugarsvæðið verður tekið í gegn einnig.“

Enn mörgu ólokið í sundlaugargarðinum

En þó að rennibrautirnar séu komnar í gagnið og allt sem þeim fylgir, þá er mörgu enn ólokið. Því verða áfram framkvæmdir á sundlaugarsvæðinu næstu vikurnar. Og ingibjörg segir ekki ljóst hvað verkið mun kosta þegar allt er búið. „Hönnunin liggur ekki endanlega fyrir á sundlaugargarðinum, þannig að það er alveg óljóst.“

Rennibrautaleysið haft áhrif á aðsóknina í sumar

En það er ljóst að starfsfólk sundlaugarinnar tekur rennibrautunum fangnandi því verulega hafi dregið úr aðsókn í sumar. Allar þessar framkvæmdir, rennibrautaleysi þó sérstaklega, hafi fælt frá – aðallega fjölskyldufólk. „Og ég skil það vel. Börnin vilja renna sér eins og þú sérð hérna í lendingarlauginni. En ég vona bara að núna komi búst inn með nýjum rennibrautum og fjöldinn aukist aftur,“ segir Ingibjörg.

Heimild: Ruv.is