Home Fréttir Í fréttum Fjögur jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum

Fjögur jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum

242
0
Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV

Það er ekki nóg með að Vestfjarðagöng, þar sem slys varð um helgina, og fleiri göng á landinu standist ekki öryggissúttekt EuroRap í Evrópu, heldur eru fjögur göng að hluta til klædd að innan með eldfimum efnum. Ólafur Guðmundsson starfsmaður EuroRap hér á landi segir að nokkur jarðgöng hérlendis standist alls ekki kröfur sem gerðar eru til jarðganga á meginlandinu.

<>

Það sé fyrir margra hluta sakir, til að mynda hvað varðar breidd þeirra í ljós breytts umferðarmagns. Þá eru sum þeirra klædd mjög eldfimum efnum – „sem eru fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag,“ segir Ólafur.

Hann segir að þó megi nota þessa klæðningu í jarðgöngum sé gert ráð fyrir því að sprautað sé steypu innan á hana, sem er gert í öðrum göngum. Það hafi hins vegar aldrei verið gert þarna, sennilega til að spara peninga að sögn Ólafs.

Hann segir að Vestfjarðargöngin séu „klárlega“ hættuleg hvað þetta varðar – en þetta séu ekki einu göngin sem klædd eru með þessu efni. Strákagöng, Múlagöng og göngin sem verið er að leggja í Oddskarði séu einnig klædd þessu eldfima efni.

„Út frá öryggissjónarmiðum er þetta alls ekki ásættanlegt. Þetta eru líka afskekktar byggðir, eins og Suðureyri, sem yrðu algjörlega afkróaaðar ef eitthvað kæmi upp á í göngunum,“ segir Ólafur.

Aðspurður um hvort ráðlegra væri að breikka göng eða hreinlega grafa ný til að koma í veg fyrir slys sambærilegu því og varð um helgina telur Ólafur það ekki vera „neitt stórmál“ að breikka svona göng. Þetta sé þó auðvitað spurning um kostnaðarmat.

Heimild: Visir.is