Home Fréttir Í fréttum Nýtt flugskýli Icelandair á Kefla­vík­ur­flug­velli orðið fokhelt

Nýtt flugskýli Icelandair á Kefla­vík­ur­flug­velli orðið fokhelt

179
0
Mynd: Icelandair

Nýtt flug­skýli Icelanda­ir á Kefla­vík­ur­flug­velli hef­ur risið hratt og er orðið fok­helt. Stefnt er að því að taka það í notk­un í októ­ber næst­kom­andi og að verk­inu ljúki und­ir næstu ára­mót. Bygg­ing­in er um 27 metra hátt stál­grind­ar­hús og er heild­ar­flat­ar­mál henn­ar um 13.600 fer­metr­ar. Í bygg­ing­unni er stærsta haf í hús­bygg­ingu á Íslandi en þak­bit­ar milli burðar­veggja spanna 95 metra.

<>

Í nýja skýl­inu munu fara fram stærri viðhaldsaðgerðir, en með því er átt við stór­ar skoðanir sem taka 2-6 vik­ur ásamt breyt­ing­um á flug­vél­um. Með bygg­ingu skýl­is­ins þre­fald­ar Icelanda­ir aðstöðu sína til fram­kvæmd­ar slíkra verka og get­ur því flutt flest þeirra til lands­ins en und­an­far­in ár hef­ur Icelanda­ir í aukn­um mæli þurft að leita sér þess­ar­ar þjón­ustu er­lend­is vegna stækk­andi flug­flota.

Eft­ir að ákvörðun var tek­in um bygg­ingu skýl­is­ins hafa þegar orðið til 50-60 lang­tíma­störf og má ætla að annað eins bæt­ist við á næstu miss­er­um og heild­ar­viðbót­in sé þannig yfir 100 störf. Þessa dag­ana verið að aug­lýsa eft­ir flug­virkj­um og lík­legt að ráðnir verði 20-30 til viðbót­ar við það sem þegar er orðið. „Icelanda­ir hef­ur stutt við bakið á upp­bygg­ingu flug­virkj­a­náms á Íslandi og þannig tryggt aðgang að sér­menntuðum starfs­kröft­um, seg­ir í til­kynn­ingu frá fyrirtækinu.

Heimild: Sudurnes.net