Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbyggingu 3,8 km kafla Uxahryggjavegar frá Borgarfjarðarbraut að Gröf, ásamt útlögn klæðingar og gerð reiðvegar.
Helstu magntölur eru:
Fyllingar og fláafleygar 36.360 m3
Skeringar 8.260 m3
Styrktarlag 11.000 m3
Burðarlag 4.440 m3
Tvöföld klæðing 25.100 m2
Frágangur fláa 73.500 m2
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. ágúst 2018.
Útboðsgögn verða seld á minnislykli hjá Vegagerðinni Borgarnesi, Borgarbraut 66 og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 10. júlí 2017.
Verð útboðsgagna er 2.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 25. júlí 2017 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.