Home Fréttir Í fréttum 11.07.2017 Fiskislóð 37c – Verkfræðihönnun

11.07.2017 Fiskislóð 37c – Verkfræðihönnun

151
0

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í verkið:

<>

Fiskislóð 37c – Verkfræðihönnun. Útboð nr. 14021.

Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.isFrá kl. 16:00 föstudaginn 23. júní 2017.

Finna má leiðbeiningu um nýskráningu fyrirtækja á vefslóðinni http://reykjavik.is/utbodsauglysingar – Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella
„New supplier registration“ og fylgja leiðbeiningum á skjá.

Vakin er athygi á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Gögnum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 14:00 þriðjudaginn 11. júlí 2017

Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Útstöð vestur, Fiskislóð 37c, er ný sameinuð hverfabækistöð Reykjavíkurborgar og verður starfsemin í tveimur samtengdum byggingum, einnar hæðar starfsmannahúsi með mögulegri ofanábyggingu og  skemmu / verkstæði með millilofti.
Aðalaðkoma er frá Fiskislóð. Þar eru bílastæði starfsmanna og gesta um 20 stæði og hlið inn á athafnasvæðið. Önnur aðkoma er frá Hólmaslóð. Yfirbyggðar efnisþrær ásamt skýli og sorpgáma aðstöðu eru á lóðinni. Girt verður kringum lóðina með veglegri girðingu.
Heildarstærð hverfisbækistöðvarinnar er 1265 m2  sem skiptist í þjónustu- og skrifstofuhús 436 m2 og skemmu 829 m2. Heildarstærð lóðar er 13.230 m2.

Byggingarnar verða Breeam vottaðar „very good“ – vottunin verður hluti verkfræðiráðgjafar.

Öll hönnun, efni og frágangur byggingar skal fullnægja gildandi lögum, reglugerðum og stöðlum eftir því sem við á.
Aðalhönnuður/arkitekt verður  hönnunarstjóri samkv. 23.gr. laga um mannvirki nr. 160, og skal hafa nána samvinnu við aðra ráðgjafa sem tengjast þessu verkefni og samræma verk þeirra eigin verkum.
Bjóðandi skal gefa upp í tilboði sínu hver eða hverjir verða fagstjórar hinna ýmsu sviða ásamt upplýsingum um reynslu viðkomandi aðila af sambærilegum verkum. Kröfur verkkaupa um reynslu eru eftirfarandi: Fagstjórar hvers sviðs skulu hafa að lágmarki 5 ára starfsreynslu á sínu sviði. Mannafli hvers sviðs skal vera að lágmarki 2 einstaklingar, með nokkra reynslu á sínu sviði.

Allur búnaður og lagnir skulu vera skv. viðurkenndum stöðlum og reglugerðum. Við hönnun hita- og raforkukerfa, skal leitast við að nýting á varma og raforku við rekstur byggingarinnar verði sem best.
Í eftirfarandi köflum eru tilgreindar lágmarkskröfur eða óskir sem verkkaupi gerir fyrir bygg¬ingu þá sem útboðið nær til og eru leiðbeinandi að því leyti að ráðgjafi má uppfylla þær á annan hátt, ef hann sýnir fram á að sami árangur náist. Miðað er við að öll stýrikerfi séu fullhönnuð. Að öðru leyti skal miða við góðar og viðurkenndar hönnunar- og byggingarvenjur og leiðbeiningar frá opinberum stofnunum.
Verkefnið felst í allri verkfræðihönnun og ráðgjöf vegna nýbyggingar ásamt frágangi og mannvirkjum á lóð.
Fyrirliggjandi teikningar unnar af Frumathugunardeild mannvirkja Umhverfis – og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar af Fiskislóð 37c og byggingarlýsing eru merkt sem fylgiskjal 1 og hönnunar forsendur sem fylgiskjal 2 með útboðsgögnum þessum. Arkþing sér um sér um sérteikningar arkitekta.

Verkefnið er eftirfarandi:
•  Ráðgjafar hanna öll burðarvirki byggingarinnar ásamt grundun þeirra, í samráði við aðalhönnuð.
•  Ráðgjafar hanna öll lagnakerfi byggingarinnar s.s. fráveitu- og drenlagnir, vatns-, hitakerfi. Einnig snjóbræðslukerfi og fráveitulagnir fyrir lóð og handbækur fyrir öll lagnakerfi.
•  Ráðgjafar hanna loftræsikerfi byggingar og gera handbækur fyrir öll loftræsikerfi.
•  Ráðgjafar hanna öll raforkuvirki byggingarinnar þ.m.t. lýsingu innan húss sem utan og á lóð Fiskislóð 37c ásamt ýmsum stjórnbúnaði og hönnun á sérkerfum. Allar tölvu- og fjarskiptalagnir eru innifaldar í vinnu ráðgjafa.
•  Ráðgjafar gera verkteikningar, verklýsingar, magnskrá og kostnaðaráætlanir. Sitja á hönnunar-, rýnis- og samræmingarfundum. Eiga samskipti við verkefnisstjóra verkkaupa, eftirlit verkkaupa og verktaka. Svara öllum fyrirspurnum frá verkkaupa varðandi verkefnið. Vera viðstaddur allar úttektir þar sem nærveru hönnuða er óskað. Gera reyndarteikningar auk annars sem fram kemur í útboðsgögnum.
•  Ráðgjafi skal vera tilbúinn til að veita ráðgjöf á framkvæmdatíma verksins.